endurbygging friðaðs húss
Laugavegur 4 01.17.130.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 582
13. apríl, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og endurgera verslunarhúsið á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur báðar dagsettar 15. febrúar 2010 og gátlisti fyrir aðgengi í almenningsbyggingum dags. 22. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Bókun forvarnasviðs SHS: SHS leggst ekki gegn því að erindið sé samþykkti með fyrirvara um að Reykjavíkurborg skoði hvort ekki sé eðlilegt að setja vatnsúðakerfi í húsið vegna verndunar á menningarverðmætum samanber húsið Laugavegur 6.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101402 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017499