flutningur á húsi ofl.
Alþingisreitur 01.14.110.6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 579
16. mars, 2010
Samþykkt
39779
41268 ›
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan og hærri kjallara sem byggður verður við Kirkjustræti nr 4 og hýsa mun fornleifauppgröft og til að endurbyggja í þessum fyrsta áfanga í sem næst upprunalegri mynd að utan húsið Skjaldbreið, Kirkjustræti 8, á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 22. apríl 2008, fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags.3. mars 2009, skýrsla Húsafriðunarnefndar 26. mars 2009, bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 14. apríl 2009, brunahönnunarskýrsla dags. 13. maí 2009, minnispunktar skipulagsstjóra dags. 1. september 2009, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 3. desember 2009 og umsögn Minsjasafns Reykjavíkur 8. janúar 2010.
Nýr kjallari undir Vonarstræti 12, Mhl. 03: 234,8 ferm., 908,8 rúmm
Samtals verður Vonarstræti 12 sem nú heitir Kirkjustræti 4: 849,6 ferm., 2822 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 217.294
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.