Óttarstaðir, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 259
19. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Ragnars Aðalsteinssonar hrl. f.h. eigenda Óttarstaðalands dags. 11.10.10, ítrekun á bréfi frá 03.11.06, þar sem óskað er eftir að land Óttarstaða verði tekið til deiliskipulags sem íbúðahverfi. Vísað er í heimild í 1. mgr. 23. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, um að landeiganda eða framkvæmdaraðila sé heimilt að gera tillögu til sveitarstjórnar að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað.
Svar

Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 - 2025 gerir ekki ráð fyrir íbúðarbyggð á umræddu svæði, og skipulags- og byggingarráð mun synja slíkri tillögu ef hún berst.