Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1764
27. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð SBH frá 12.apríl sl. Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa vegna auglýsingar á breyttu deiliskipulagi.
Lögð fram drög að svörum skipulagsfulltrúa við athugasemdum Meistafélags iðnaðarmanna o.fl. við skipulagsskilmála.
Farið yfir breytingar á skilmálum þar sem komið er til móts við hluta athugasemda.
Lögð fram eftirfarandi breytingartillaga fulltrúa Bjartrar framtíðar við skipulagsskilmála: " Lagt er til að fjöleignarhúsin F13, F17, F22 og F24 verði áfram með skilyrðum um timburklæðningar."
Skipulags- og byggingarráð vísar athugasemd lóðarhafa Bergskarðs 5 varðandi breytingar á lóðinni til skoðunar hjá bæjarstjóra. Aðrar athusemdir falla undir almennar athugasemdir varðandi skilmála.
Athugasemdum HS Veitna er vísað til úrlausnar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa við ahugasemdum og gerir þau að sínum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða breytingartillögu við skilmála deiliskipulagsins með 3 atkvæðum fulltrúa Bjartra framtíðar, VG og Samfylkingar gegn 1 atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Karólína Helga Símonardóttir situr hjá.
Ólafur Ingi Tómasson leggur fram eftirfareandi bókun: "Ydda arkitektar leggja til í greinargerð og skipulagsskilmálum eftirfarandi fyrir þá reiti sem fulltrúi Bjartar Framtíðar leggur til breytingar á.
„Efni og litir Yfirborðsfrágangur fjöleignarhúss F5 skal vera með tré eða steinað í gul/brúnni steiningu.“ Fyrirséð er að timburklæðing kallar aukið viðhald og hleypir íbúðarkostnaði upp. Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta, höfunda breytingar á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við timbur eða steiningu og leggur fulltrúi Sjálfstæðisflokks til að það ákvæði standi óbreytt."
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi deildiskipulagstillögu ásamt skilmálum með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag 1. áfanga Skarðshlíðar útgáfa 04 ásamt greinargerð og málinu verði lokið samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi bókun: "Tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar sem nú liggur fyrir er byggð á vist- og fjölskylduvænu umhverfi þar sem byggingar og garðar njóta sín á móti suðri með fjölbreyttum útisvæðum. Metnaðarfullt skipulag og skilmálar mun skila sér í auknum lífsgæðum íbúa og hefur alla burði til að Skarðshlíðin verði eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson og leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
"Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta höfunda breytinga á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við tré eða steiningu á sjö hús. Samþykkt tillaga skipulags- og byggingarráðs fækkar þessum húsum í þrjú og einungis sé val um tré klæðningu á fjórum. Lagt er til í texta í kafla um efni og liti í skipulagsskilmálum komi: Yfirborðsfrágangur fjöleignahúsa F13, F17, F22 og F24 skal vera með tré eða steinað í gul/brúnni steiningu."

Til máls tekur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur Eyrún Ósk Jónsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Breytingartillaga bæjarfulltrúa Ólafs Inga Tómassonar er borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með 6 atkvæðum, 5 greiða atkvæði með tillögunni.

Deiliskipualagstillagan er borin upp til atkvæða og er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson leggur fram eftirfarandi bókun.
"Fyrirséð er að timburklæðing kallar aukið viðhald og hleypir íbúðarkostnaði upp. Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta, höfunda breytingar á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við timbur eða steiningu á sjö húsum, nú er búið að samþykkja að notað verði eingöngu timbur á fjögur þriggja hæða fjöleignarhús. Ekki eru dæmi um það á höfuðborgarsvæðinu að sambærileg fjöleignarhús séu klædd með timbri að öllu leyti og vandfundin nýleg sérbýli sem eru einungis klædd timbri. Undirritaður harmar að fara eigi í tilraunastarfssemi sem þessa þar sem húsin munu fljótt láta á sjá undan íslenskri veðráttu.