Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 283
5. október, 2011
Annað
Fyrirspurn
Framhald umræðu tillagna vinnuhóps vegna endurskoðunar skipulagsins.
Svar

Skipulags- og byggingarráð leggur til að deiliskipulag Valla 7 verði tekið til sérstakrar endurskoðunar með það að markmiði að laga núverandi skipulag að almennum kröfum um vistænt skipulag. Farið verði í að endurgera skilmála og yfirfara núgildandi skipulag en þess um leið gætt að sem mest hagkvæmni verði í nýtingu á þeim framkvæmdum sem þegar hafa átt sér stað í hverfinu. SBH tekur undir þær tillögur vinnuhóps sem settar eru fram í skýrslunni. Ráðið samþykkir að vinna við endurskoðun deiliskipulags verði unnin af starfsfólki skipulags- og byggingarsviðs og hafin verði undirbúningur að þeirri vinnu.