Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 589
26. janúar, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Skipulagshöfundar Ydda arkitektar mættu á fundinn. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi 1. áfanga svæðisins dags. 25.01.2016 ásamt drögum að skilmálum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að setja tillögu Yddu arkitekta dags. 25.01.2016 að breyttu deiliskipulagi 1. áfanga Skarðshlíðar í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingar og VG vísa í bókun minnihlutans á fundi Skipulags- og byggingarráðs 17.11.2015 undir þessum lið.

Skipulag- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við 2. áfanga Skarðshlíðar í samræmi við tillögu er Ydda arkitektar lögðu fram þann 2.12.2014. Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að ganga frá samkomulagi og verkáætlun við Yddu arkitekta.