Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 379
8. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skipulagslýsing Ydda arkitekta dags. ágúst 2015. Fulltrúar Ydda arkitekta mættu á fundinn og kynntu.
Svar

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingar og VG gera alvarlega athugasemd við breytingu á lóð hjúkrunarheimilisins í Skarðshlíð í drög að lýsingu sem kynnt var á fundinum. Það var aldrei til umræðu á fundum ráðsins að lóð hjúkrunarheimilisins yrði skoðað og breytt, einungis fjölbýlishúsasvæðið og eina línu í sérbýli eins og samþykkt var á fundi Skipulags- og byggingarráð 2. febrúar 2014. Ekki liggur enn fyrir hvort hugmyndir meirihlutans um 60 íbúða hjúkrunarheimili á Sólvangsreitnum séu raunhæfar. Auk þess hefur engin deiliskipulagsbreyting verið samþykkt fyrir Sólvangssvæðið-norður sem uppfyllir hugmyndir meirihlutans um nýtt hjúkrunarheimili. Það er því fullkomlega óábyrgt og andstætt hagsmunum bæjarins og bæjarbúa að ráðast í breytingar á lóð hjúkrunarheimilisins. Þá vilja fulltrúar minnihlutans vekja athygli á því að ef nýr meirihluti hefði ekki stöðvað byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð mætti gera ráð fyrir að það væri að taka til starfa í lok þessa árs."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar gera eftirfarandi bókun:

"Skipulags og byggingaráð ákvað samhljóða að skoða breytingar á deiliskipulagi við Skarðshlíð, með breyttri ásýnd og þéttingu í huga. Hér eru kynnt drög að lýsingu þar sem að mörgum og fjölbreyttum hugmyndum er kastað fram sem unnið verður áfram með. Búið er að stofna starfshóp um framtíðarlegu hjúkrunarheimilisins að Sólvangi, hér er verið að leggja fram drög og því eðlilegt að skoðaðar séu ýmsar lausnir og nýjar leiðir ræddar."