Kirkjuvellir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 445
30. janúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Skipulags-og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar á húsinu 15.2.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gerði byggingarstjóra skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Lokaúttekt framkvæmd 25.08.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum og byggingarstjóra enn 4 vikur til að bregðast við erindinu. Að öðrum kosti mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra, kr. 20.000 á dag í samræmi við 15. og 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010.