Jarðvegstippur deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 244
2. febrúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju framkvæmd við jarðvegstipp/ landmótunarstað ofan við Hamranes og útfærsla hans. Áður lögð fram greinargerð Guðjóns Inga Eggertssonar staðardagskrárfulltrúa dags. 24.06.2008, umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 24.06.2008, losunarreglur Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis og losunarreglur Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar. Lagðar fram bókanir umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og framkvæmdasviðs. Rætt um framhald málsins. Björk Guðmundsdóttir, Forma ehf mætti á fundinn og gerði grein fyrir drögum að deiliskipulagi dags. feb. 2010.
Svar

Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.