Kosning varaformanns
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 253
22. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
Formaður setti fund og stjórnaði kosningu varaformanns. Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 14. júní s.l. var kosið nýtt skipulags- og byggingarráð. Eftirtaldir hlutu kosningu:
Aðalmenn: Sigríður Björk Jónsdóttir, Þrastarási 3, formaður Gunnar Axel Axelsson, Strandgötu 32 Jón Páll Hallgrímsson, Hnoðravöllum 22 Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7 Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9 Varamenn: Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Hamarsbraut 4 Guðjón Sveinsson, Klukkubergi 19 Sigurbergur Árnason, Norðurvangi 44 Jóhanna Fríða Dalkvist, Köldukinn 23 Þóroddur Steinn Skaftason, Miðvangi 3
Gerð var tillaga um Jón Pál Hallgrímsson sem varaformann.
Svar

Jón Páll Hallgrímsson var kjörinn varaformaður með þremur atkvæðum. Ingi Tómasson og Jóhanna Fríða Dalkvist sitja hjá.    Gunnar Axel Axelsson, Ingi Tómasson, Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Guðjón Sveinsson, Jóhanna Fríða Dalkvist og Þóroddur Steinn Skaftason eru ný í skipulags- og byggingarráði og eru boðin velkomin til starfa. Jafnframt er fráfarandi nefndarmönnum Gísla Ó. Valdimarssyni, Trausta Baldurssyni, Huldu Karen Ólafsdóttur, Þresti Auðunssyni, Steinunni Dögg Steinsen og Valdimar Svavarssyni þökkuð góð störf fyrir ráðið.