Málefni flóttafólks og íbúa af erlendu bergi brotnu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1897
26. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Til umræðu.
Svar

Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir:

1. Hversu mörg börn á leikskóla- og grunnskólaaldri njóta ekki skólagöngu í bænum sem eiga rétt á því?
2. Hversu margir flóttamenn njóta alþjóðlegrar verndar og eru búsettir í Hafnarfirði?
3. Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd eru búsettir í Hafnarfirði?
4. Hversu margir Hafnfirðingar af erlendur bergi brotnir njóta íslenskukennslu fyrir atbeina
Hafnarfjarðarbæjar?
5. Hversu mörg fylgdarlaus börn á flótta eru búsett í Hafnarfirði og njóta þjónustu bæjarins?

Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Einnig Jón Ingi Hákonarson.

Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls öðru sinni sem og Rósa Guðbjartsdóttir.