Viðbrögð í málum er varða einelti og ofbeldi í grunnskólum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1897
26. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela fræðsluráði nú þegar að undirbúa og skipuleggja fræðsluátak fyrir grunnskólanemendur í Hafnarfirði, sem beinist gegn ofbeldi og einelti barna og ungmenna í skólum og utan skólatíma. Markmið átaksins verði að skapa vitundarvakningu í bænum hjá ungmennunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum bæjarbúum gagnvart ofbeldishegðun og einelti. Að átakinu verði kallaðari sérfræðingar, skólayfirvöld, íþróttafélögin í bænum, æskulýðsfélög, Foreldraráð Hafnarfjarðar, foreldrafélög grunnskólanna og Ungmennaráð Hafnarfjarðar og aðrir hlutaðeigandi aðilar. Nemendafélög skólanna verði virkir þátttakandur í átakinu.
Svar

Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson. Einnig tekur Kristín María Thoroddsen til máls. Stefán Már kemur til andsvars sem Kristín svarar.

Þá taka Jón Ingi Hákonarson, Guðmundur Árni Stefánsson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Kristín María Thoroddsen.

Forseti ber næst upp fyrirliggjandi tillögu og er hún samþykkt samhljóða.