Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1895
27. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22. september sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst 2022 var samþykkt að stofnaður yrði starfshópur til að vinna að hjólastefnu bæjarins. Vinnslu erindisbréfs var vísað til sviðsstjóra. Drög erindisbréfs lagt fram sem og tillaga að skipan hópsins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Tillaga að skipan hópsins er fyrir Sjálfstæðisflokk Hilmar Ingimundarson og Díana Björk Olsen sem verði formaður, aðrir ráðsmenn, fyrir Framsókn Ómar Rafnsson, fyrir Samfylkingu Steinn Jóhannsson og Sigurjóna Hauksdóttir, fyrir Viðreisn Lilja Guðríður Karlsdóttir.
Svar

Orri Björnsson tekur til máls. Einnig Hildur Rós Guðbjargardóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Þá tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Guðmundur Árni svarar andsvari.

Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson.

Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls undir fundarstjórn forseta.

Orri Björnsson kemur til andsvars við ræðu Árna Rúnars sem Árni svarar.

Árni Stefán Guðjónsson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf.