Hvaleyrarvatn, kvikmyndataka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 887
15. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Þórhildur Lárentínusardóttir nemandi í kvikmyndatækni við Stúdíó Sýrland, sækir 13.6.2022 um leyfi fyrir afnotum af landi vegna kvikmyndatöku að Hvaleyrarvatni 1. eða 2. júlí í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Eins er óskað eftir afnot af salerni við skátaskálann.
Svar


Umbeðið leyfi er veitt með aðgang að útisalernum, en gæta skal að trufla ekki starfsemina í skátaskálanum eða í nágrenni við hann, þar sem hann er í útleigu og nota ekki bílastæðin sem tilheyra skálanum og að svæðið skuli skilið eftir í góðu ástandi.