Skilvirkni á sviði skipulags- og byggingamála
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 760
14. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga 1. Skilvirkni á skipulags- og byggingarsviði frá bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem vísað var til úrvinnslu skipulags- og byggingarráðs frá bæjarstjórn þann 8.6.sl.
Svar

Lagt fram og vísað til úrvinnslu bæjarstjóra.

Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að auka eigi skilvirkni á sviði skipulags- og byggingarmála, Það er hins vegar athyglisvert að það skuli vera nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem hafa farið með völd í bænum síðustu fjögur árin, sem átti sig á því núna - eftir kosningar - að þetta þurfi að laga! Undir það taka jafnaðarmenn. Fyrir kosningar sögðust þessir flokkar hafa skýra sýn í þessum efnum. En nú á að skoða málið. Samfylkingin fagnar því að nýr/gamall meirihluti skuli nú ætla að hlusta á tillögur og áherslur jafnaðarmanna.

Á síðasta kjörtímabili var glundroði og hringlandi áberandi í skipulags- og byggingarmálum. Málum var vísað fram og til baka í stjórnkerfinu og þurfti að afgreiða oftar en einu sinni með tilheyrandi kostnaði og töfum. Þetta birtist m.a. afar hægri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og fólksfækkun. Það er ljóst að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ber fulla ábyrgð á óskilvirkninni og glundroðanum, en ekki umhverfis- og skipulagssvið.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og skýra framtíðarsýn. Einnig að eiga gott samráð við íbúanna og fara í kröftuga uppbyggingu í bænum.