Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 888
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 761
28. júní, 2022
Annað
Svar

Lagt fram. 12.1. 2206212 - Hádegisskarð 5, byggingarleyfi RK bygg ehf. sækir þann 13.06.2022 um leyfi til að byggia parhús. Sjá mál 2107159. Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010 12.2. 2206213 - Hádegisskarð 9, byggingarleyfi RK bygg ehf. sækir þann 13.06.2022 um leyfi til að byggia parhús. Sjá mál 2107160. Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010 12.3. 2206214 - Hádegisskarð 15, byggingarleyfi RK bygg ehf. sækir þann 13.06.2022 um leyfi til að byggia parhús. Sjá mál 2107161. Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010 12.4. 2205459 - Álfhella 5, MHL.01, umfangsflokkur 2 Reynir Kristjánsson fh. lóðarhafa sækir 18.5.2022 um byggingarheimild fyrir 2 hæða iðnaðarhúsnæði skv. teikningum dags. 19.5.2022. Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010 12.5. 2206002 - Hringhamar 13-15, umfangsflokkur 2, mhl.04 og 05 Plúsarkitektar ehf. fh. lóðarhafa sækir 30.5.2022 um byggingarleyfi fyrir mhl. 04 og 05 skv. teikningum Haralds Ingvarssonar dags. 12.4.2022. Matshluti 04 er 39 íbúða hús og matshluti 05 er djúpgámar. Byggingin skiptist í tvo sambyggða hluta með aðskilda stigakjarna. Lægri hluti er 4 hæðir og 15 íbúðir og hærri hluti 7 hæðir og 24 íbúðir. Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010 12.6. 2206065 - Tinnuskarð 12, breyting á deiliskipulag Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Tekið var jákvætt í fyrirspurn á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 1. júní sl. Erindið sent í grenndarkynningu 12.7. 2206190 - Áshamar 12, deiliskipulagsbreyting Ásgeir Ásgeirsson f.h lóðarhafa sækir um breytingu á deiliskipulagi þann 10.06.2022. Um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða sem ekki hefur áhrif á aðliggjandi lóðarhafa. Fallið er því frá grenndarkynningu sbr. heimild 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga og erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. 12.8. 2206380 - Fagraberg 2, deiliskipulag, bílastæði Sótt er um að fjölga bílastæðum á lóð og flytja ljósastaur Tekið er jákvætt í erindið. 12.9. 2206231 - Hringbraut 77, Suðurbæjarlaug, breyting Jón Þór Þorvaldsson f.h. Hafnarfjarðarbæjar sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi búningshúss og um leið stækka vindfang. Byggja á sundlaugarsvæði úti tvo kalda potta, eina vaðlaug, útihús sem inniheldur eimbað, útigeymslu og upphækkað vaktsvæði.
Teikningar dagsettar 10.06.2022 bárust þann 14.06.2022 í tvíriti. Frestað gögn ófullnægjandi 12.10. 2206106 - Hringhamar 35-37, byggingarleyfi Sett er um að leyfi til að byggja 46 íbúða og 5 hæða fjölbýlishús. Fjölbýlishúsið skiptist upp í tvo hluta sem tengdir eru um bílageymslu. Frestað gögn ófullnægjandi 12.11. 2206224 - Breiðvangur 62b, byggingarleyfi Jóhannes Þórðarson f.h. lóðarhafa sækir þann 14.06.2022 um leyfi til að byggja 57 fm. viðbyggingu. Frestað gögn ófullnægjandi 12.12. 2206017 - Smárahvammur 1, sólskáli, endurnýjun endurnýjun eldri samþykktar fyrir sólskála við gamalt hús sem fallin er úr gildi. Tvívegis var sótt um skála, 2002 og 2012, hér notuð minni útgáfa og því leiðrétt skráningartafla miðað við það. Frestað gögn ófullnægjandi 12.13. 2206367 - Hringhamar 31-33, framkvæmdaleyfi Sótt er um framkvæmdaleyfi til að hefja jarðvinnu ogaðstöðusköpun. Þær framkvæmdir sem unnar eru verða nýttar fyrir komand framkvæmdir. Skipulagsfulltrúa/bygggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.