Ráðning bæjarstjóra
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3605
1. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Ráðningarsamningur bæjarstjóra. Til afgreiðslu.
Svar

Viðreisn leggur til að laun bæjarstjóra fylgi launum almenns ráðherra sem er í dag með þingfararkaupi 1.826.273. Það er mikilvægt að Hafnarfjarðarbær hafi skýr viðmið þegar laun bæjarstjóra eru ákvörðuð. Einnig er lagt til að föst upphæð ökutækjastyrks verði afnumin en þess í stað greitt skv raunverulegum akstri bæjarstjóra.

Framangreind tillaga er felld þar sem fulltrúar meirihluta greiða atkvæði gegn tillögunni en fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

Fulltrúi Viðreisnar leggur auk þess til við bæjarráð að gerð verði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið verði skilgreint. Einnig verði réttindi og skyldur skilgreindar.
Það er mikilvægt að æðsti stjórnandi Hafnarfjarðarbæjar sé með vel skilgreinda starfslýsingu og að mörk valdheimilda séu skýr. Það mun auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Viðreisn leggur til að fulltrúar allra flokka tilnefni fulltrúa í nefnd sem myndi gera tillögur að starfslýsingu.

Framangreind tillaga er felld þar sem fulltrúar meirihluta greiða atkvæði gegn tillögunni en fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

Er þá tekin til afgreiðslu ráðningarsamningur bæjarstjóra.ráðningarsamningurinn samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta en fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá.

Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.