Ráðning bæjarstjóra
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1891
8. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga um ráðningu bæjarstjóra.
Svar

Til máls tekur Valdimar Víðisson og leggur fram tillögu um að gengið verði frá ráðningu Rósu Guðbjartsdóttur í starf bæjarstjóra Hafnarfjarðar fram til 31. desember 2024.Formanni bæjarráðs verði falið að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við bæjarstjóra þar sem starfskjör hans eru ákveðin, sbr. 2. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga. Samningurinn skal lagður fyrir bæjarráð og til staðfestingar í bæjarstjórn.

Er framangreint samþykkt með 7 atkvæðum en 4 fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá.