Hringhamar 31-33, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 mánuðum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 887
15. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Hjalti Brynjarsson fh. lóðarhafa leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hringhamars 31-33, reitar 27B. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit vegna bílakjallara.
Svar

Um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða sem ekki hefur áhrif á aðliggjandi lóðarhafa. Fallið er því frá grenndarkynningu sbr. heimild 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga og erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.