Suðurgata 44, deiliskipulags breyting
Suðurgata 44
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1892
17. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
2. liður frá fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst sl.
Lögð fram tillaga Nesnúps ehf. dags. 26.7.2022 að breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44. Kynningarfundur var haldinn þann 22.6.sl. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði rifið og í stað þess byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Bílakjallari og geymslur eru í kjallara auk 4 bílastæða ofanjarðar. Lóðamörk eru óbreytt.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi til samræmis við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Samþykkt samhljóða.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122537 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025964