Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis, endurskoðun, fjölgun byggingarsvæða, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1885
23. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum."
Greinargerð: "Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar."
Svar

Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.
Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari öðru sinni.
Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls, þarnæst Ingi Tómasson.
Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Árni Rúnar Þorvaldsson svarar andsvari. Stefán Már Gunnlaugsson kemur að andsvari. Til andsvars kemur einnig Ingi Tómasson. Árni Rúnar Þorvaldsson svarar andsvari. Ingi Tómasson kemur að andsvari öðru sinni.
Til máls tekur Gísli Sveinbergsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði.