Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1884
9. febrúar, 2022
Annað
‹ 9
10
Fyrirspurn
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.febrúar sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14. janúar sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 2.febrúar sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.janúar sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 4.febrúar sl. Fundargerð bæjarráðs frá 3.febrúar sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 19.janúar sl. b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.janúar sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 26.janúar sl. d. Fundargerð stjórnar orkusveitarfélaga frá 14.janúar sl. e. Fundargerð stjórnar SSH frá 17.janúar sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.febrúar sl. Fundargerð forsetanefndar frá 7.febrúar sl.
Svar

Til máls tekur Guðlaug Kristjándsdóttir undir 6 lið í fundargerð fræðsluráðs frá 2. febrúar sl. Einnig tekur Sigrún Sverrisdóttir til máls undir sama máli. Einnig tekur Kristín María Thoroddsen til máls og Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars.

Guðlaug kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun undir umræðu um 6 lið í fundargerð fræðsluráðs frá 2. febrúar sl.:

Fulltrúi Bæjarlistans í fræðsluráði lagði fram eftirfarandi bókun, sem hér er ítrekuð; Þegar meirihluti fræðsluráðs fór í þá vegferð að hafa leikskóla bæjarins opna allt sumarið mætti það strax mikilli andstöðu, sérstaklega meðal starfsfólks leikskóla. Fulltrúin Bæjarlistans í fræðsluráði og fleiri lögðu þá til að bakkað væri með þessa tillögu eða í það minnsta beðið með hana þar sem margar aðrar utanaðkomandi aðstæður hafa verið að valda auknu álagi á starfsfólk leikskóla um þessar mundir. Ákvað meirihlutinn að halda þessu til streitu þrátt fyrir greinilega andstöðu. Nú er komið í ljós samkvæmt könnun sem lögð var fram að mikill meirihluti starfsfólks leikskóla og foreldra er á því að bakkað verði með þessa sumaropnun og frekar farin sú leið sem nú er í boði að leikskólar verði lokaðar í tvær vikur í júlí. Fulltrúi Bæjarlistans fagnar því að nú sé hlustað á þessar raddir en harmar um leið það auka álag sem þessi vegferð hefur valdið starfsfólki leikskóla.

Einnig kemur Sigrún Sverrisdóttir að svohljóðandi bókun vegna umræðu um sama mál:

Þegar farið var að skoða möguleikann á því að hafa alla leikskóla opna allt sumarið þá mætti sú hugmynd strax mikilli andstöðu stjórnenda, leikskólakennara og starfsfólks á leikskólum. Við ákvörðun um sumaropnun var ekkert tillit tekið til þessarar andstöðu og faglegu raka sem sett voru fram gegn sumaropnunninni. Við tökum undir bókun fulltrúa Samfylkingar í fræðsluráði og fögnum því að meirihlutinn hafi nú ákveðið að bakka með þá ákvörðun og taka upp tveggja vikna lokun yfir sumartímann.
Sigrún Sverrisdóttir
Adda María Jóhannsdóttir

Guðlaug Kristjánsdóttir tekur þá næst til máls undir 3 lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 4. febrúar sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Guðlaug andsvari. Næst tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls undir sama máli.

Guðlaug Krisatjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun vegna umræðu um 3. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 4. febrúar sl.

Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista vísa í fyrri bókanir sínar um málið. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem fylgir ekki þeim töxtum sem NPA miðstöðin hefur reiknað út og byggja á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið. Þetta þýðir að notendur NPA í Hafnarfirði búa við lakari kjör en notendur í nágrannasveitarfélögunum. Það er óásættanlegt.