Hamranes reitur 27B, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 viku síðan.
Bæjarstjórn nr. 1882
12. janúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.desember sl. Jóhanna Helgadóttir fh. lóðarhafa sækir 8.12.2021 um nýtt deiliskipulag að Hamranesi 27b. Tillagan, dagsett 29.10.2021, gerir ráð fyrir að hámarki 5 hæðum og 50 íbúðum auk þess sem heimilt er að vera með verslun og þjónustu á jarðhæð. Tekið var jákvætt í fyrirspurn vegna tillögunnar á fundi ráðsins þann 30. nóvember sl.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.