Íþróttafélagið Fjörður, ósk um styrk
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3590
2. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 1. desember sl. Úr fundargerð 342. fundar íþrótta-og tómstundanefndarl Lagt fram erindi frá Íþróttfélaginu Firði.
Íþrótta- og tómstundanefnd bendir á að Hafnarfjarðarbær starfrækir nú þegar sjóð sem er ætlað að styrkja íþróttafélög til að veita börnum með fatlanir stuðning á æfingum. Ekki er útlit fyrir að Íþróttafélagið Fjörður hafi sótt um styrk úr þeim sjóði.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að ÍBH veiti íþróttafélaginu Firði leiðbeiningar um umsókn styrksins og vísar málinu til fræðsluráðs. Tinna Dahl Christiansen mætti á fundinn undir þessum lið.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta og lýðheilssusviðs að finna leiðir til að koma á móts við ósk Íþróttafélags Fjarðar vegna rekstrarvanda tengd áhrifum Covid.
Svar

Bæjarráð tekur undir ákvörðun fræðsluráðs frá 1. desember 2021 en felur mennta- og lýðheilsusviði jafnframt að endurskoða rekstrarsamning félagsins með það að markmiði að félagið geti til langs tíma haldið úti góðri og nauðsynlegri þjónustu.