Óseyrarhverfi, deiliskipulag
Síðast Vísað til skipulagsfulltrúa á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 763
11. ágúst, 2022
Vísað til skipulagsfulltrúa
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð samþykkti 26.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Óseyrarhverfis. Ákvörðunin var staðfest í bæjarstjórn 4. maí sl. Tillagan af nýju deiliskipulagi Óseyrarhverfis afmarkast að Hvaleyrarbraut, Fornubúðum, Óseyrarbraut og Stapagötu. Gert er ráð fyrir 735 íbúðum í 25 fjölbýlishúsum, 3-6 hæða. Nýtingarhlutfall á reitnum verður N=3,1. Opinn kynningarfundur var haldinn 30.6.2022 að Norðurhellu 2. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 22.7.2022. Athugasemdir bárust.
Svar

Skipulagsfulltrúa falið að taka saman svör við framkomnum athugasemdum.