Óseyrarhverfi, deiliskipulag
Síðast Vísað til skipulagsfulltrúa á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1880
24. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 17.nóvember sl. Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við deiliskipulag Óseyrarhverfis reit ÍB15. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 16.nóvember sl. að hefja vinnu við deiliskipulag reits ÍB15 og vísaði erindinu til staðfestingar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu um vinnu deiliskipulags á reit ÍB15 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar.