Hamranes reitur 4.A, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 dögum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1880
24. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.nóvember sl. Jóhann Örn Logason fh. lóðarhafa sækir 17.8.2021 um samþykki fyrir nýju deiliskipulagi í Hamranesi, Áshamar, reitur 4.A. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi reitar 4.A dags. 12.11.2021.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi með fyrirvara um að stöllun húsa gagnvart Áshamri verði eins og skýringamyndir gera ráð fyrir. Uppfærð gögn verði auglýst og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ingi andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.