Hamranes reitur 4.A, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 753
1. mars, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 24. nóvember 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur sex hæða íbúðarblokkum með 97 íbúðum. Á jarðhæð er gert ráð fyrir þjónustu og afþreyingu. Á lóð er heimilt að byggja 250m2 sameiginlegt garðhúsi. Gert er ráð fyrir að bílastæðin séu staðsett á lóð. Tillagan var auglýst frá 30.11.2021- 11.01.2022. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.