Hellnahraun, aðalskipulagsbreyting þynningarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1877
13. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.október sl. Lögð fram lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin snýr að landnotkun og skilgreiningu á afmörkun þynningarsvæðis.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar landnotkun Hellnahrauns. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og visar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Þá kemur Adda María til andsvars öðru sinni og svarar Ágúst Bjarni andsvari öðru sinni.

Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls.

Kristinn Andersen ber upp tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað milli funda og er það samþykkt samhljóða.