Hamranes reitur 3.A, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 738
29. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga KRark dags. 22.6.2021 að deiliskipulagi reitar 3 A. Aðkoma verður frá Ásvallabraut um Hnappatorg og Áshamar. Gert er ráð fyrir einni lóð alls 7.747 m2 að flatarmáli fyrir fimm fjölbýlishús á 5-7 hæðum með samtals 145 íbúðum.
Svar

Skipulags- og byggingaráð tekur jákvætt í tillöguna. Góð grein er gerð fyrir helstu þáttum. Að öðru leyti er tillögunni vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði og verkefnastjóra.