Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1876
29. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 24.september sl. Lögð fram kynning á útfærslu verkefnisins.
Fjölskylduráð þakkar vinnuhópnum fyrir þeirra störf. Tillaga vinnuhópsins er samþykkt. Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag. Gjöfin er til þess að bjóða nýfædda Hafnfirðinga velkomna í samfélagið. Við ákvörðun á því hvað gjöfin á að innihalda voru umhverfissjónarmið m.a. höfð að leiðarljósi, notagildi og að gjöfin væri kynlaus. Fjölskylduráð felur vinnuhópnum að kynna þetta fyrir bæjarbúum og að fyrsta gjöfin verði afhent eins fljótt og hægt er. Fjölskylduráð leggur til að gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga verði kölluð krúttkarfan. Vísað í bæjarstjórn til kynningar.
Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlista, Viðreisnar og Miðflokks styðja ekki afgreiðslu þessa máls. Áætlaður kostnaður á þessu kosningaloforði Framsóknarflokksins er rúmar 5 milljónir á næsta ári. Markmið verkefnisins eru óljós og undirrituð telja að hægt væri að nýta fjármuni bæjarbúa mun betur og með skilvirkari hætti í þágu barnafjölskyldna í bænum.
Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Ágúst Bjarni kemur til andsvars sem Adda María svarar. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars og Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni.

Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Einnig tekur Birgir Örn Guðjónsson til máls.

Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

Þá tekur Helga Ingólfsdóttir til máls. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson. Einnig kemur Adda María til andsvars.