Alþingiskosningar 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3581
9. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara laugardaginn 25.september nk. lögð fram. Á kjörskrá eru 20.463.
Lagður fram listi yfir undirkjörstjórnir í komandi alþingiskosningum.
Svar

Lagt fram til kynningar.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Frá árinu 2016 hafa fulltrúar Samfylkingarinnar írekað lagt fram tillögur þess efnis að staðsetning kjörstaða verði endurskoðuð og/eða þeim fjölgað. Bent hefur verið á skort á aðgengi íbúa á Völlum og nú í Skarðshlíð að kjörstað. Í ljósi umræðna, bókanna og samþykkta í bæjarráði síðastliðin ár lýsir fulltrúi Samfylkingarinnar miklum vonbrigðum yfir því að enn hafi ekki verið hugað að því að bæta aðgengi íbúa Valla og Skarðshlíðar að kjörstað og hvetur bæjarráð og kjörstjórn til að bæta úr því hið snarasta.