Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1890
4. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.apríl sl. 1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.apríl sl. Lagður fram viðauki II við fjárhagsáætlun 2022. Umhverfis-og framkvæmdaráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarráðs.
1.liður úr fjölskylduráði frá 22.apríl. sl. Guðmundur Sverrisson deildarstjóri hagdeildar mætir á fundinn og fer yfir viðauka og stöðu fjárhagsáætlunar sviðsins.
Lagt fram og vísað til bæjarráðs.
Rósa Steingrímsdóttir mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir viðauka I og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Bæjarstjórn samþykkir en Helga Ingólfsdóttir situr hjá.

Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá og gerir grein fyrir hjásetu sinni og leggur fram svohljóðandi bókun:

Framlagður viðauki er í mörgum liðum og með vísan í bókun sem ég lagði fram í Fjölskylduráði þann 8. April undir lið 2 get ég ekki samþykkt fyrsta lið í viðauka sem hér er lagður fram í dag og varðar útgjaldaaukningu vegna Sérhæfðrar akstursþjónustu fyrir fatlaða.
Ég hefði að svo gjarnan viljað samþykkja þá liði sem snúa að viðbót við fjárfestingaáætlun og stöðugildi umsjónarmanns fasteigna en þar sem viðaukinn er borinn upp í einu lagi þá sit ég hjá við afgreiðsluna.