Horizon, uppbygging sögulegs miðbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 734
4. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram á ný til kynningar rannsóknarverkefni er snýr að hugmyndum um framtíðar uppbyggingu sögulegs miðbæjar. Á Íslandi verður rannsakað almenningsrými með "MAPS - multidisciplinary assessment of a public space" sem er verkfæri sem byggir á tvíþættri nálgun með sameiginlegt markmið sem er að skrá sögulega þróun og umhverfisleg gæði í almenningsrýmum ásamt áhrifum þess á mannlíf. Um þverfaglega rannsókn er að ræða sem tengir saman borgarskipulag, arkitektúr, sagnfræði og umhverfissálfræði. Markmiðið er að þróa verkfæri sem nýtist hönnuðum og yfirvöldum í skipulagsvinnu.
Svar

Lagt fram til kynningar.