Opið svæði, útfærsla, Hlíðarbraut, Holtsgata og Hringbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 763
11. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu útfærsla og aðgengismál að leiksvæði á opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut.
Svar

Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkir framlagða tillögu að útfærslu og aðgengi að opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut unna af Landslag.

Fulltrúar Samfylkingarinnar harma að aðeins sé aðgengi fyrir alla inn á leiksvæðið frá Hlíðarbraut. Samkvæmt tillögunni er ekki aðgengi fyrir alla að leiksvæðinu um göngustíg frá Hringbraut. Í heilsustefnu Hafnarfjarðar er sérstaklega tekið fram að tryggja þurfi aðgengi allra á opnum svæðum og göngustígum og því getum við ekki samþykkt tillöguna eins og hún liggur fyrir.

Hér hefði mátt sýna meiri metnað að leita betri lausna til að framfylgja heilsustefnunni og tryggja aðgengi fyrir alla að leiksvæðinu. Því miður sýnir þetta áhugaleysi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á málaflokki fatlaðra og aðstæðum fólks með hreyfiskerðingu.