Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3569
11. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að stofnun starfshóps um stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði. Greinargerð með tillögu: Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem falið verður að marka heildstæða stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði, allt frá aðgengi að byggingum og almenningsrýmum ásamt aðgengi að upplýsingum og þjónustu bæjarfélagsins. Til eru gögn sem unnin voru fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð og munu nýtast vel í þá sem hér er lagt til að farið verði í.
Óskað er eftir að erindisbréf liggi fyrir til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs og að starfshópurinn verði skipaður einum fulltrúa frá meirihluta og einum fulltrúa frá minnihluta. Með hópnum starfi svo fulltrúar mennta- og lýðheilsusviðs, fjölskyldu- og barnamálasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og þjónustu- og þróunarsviðs.
Svar

Bæjarráð samþykkir að stofna starfshóp um stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa erindisbréf í samræmi við þá greinargerð sem hér er lögð fram. Hópurinn skal skila af sér skýrslu og tillögum til bæjarráðs fyrir lok september 2021.