Starfsfólk í leikskólum, aukið álag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3585
6. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá verkalýðsfélaginu Hlíf.
Svar

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar og til umræðu í fræðsluráði.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingarinnar undrast að kjörnir fulltrúar hafi ekki verið upplýstir um samtöl milli bæjarstjóra og Verkalýðsfélagsins Hlífar vegna ástands á leikskólum bæjarins. Á sama tíma hafa fyrirspurnir frá fulltrúa Samfylkingarinnar í fræðsluráði varðandi mönnun á leikskólum ekki verið settar á dagskrá og í raun verið ósvarað síðan í maí sl., þrátt fyrir nokkrar ítrekanir.
Í erindi Verkalýðsfélagsins Hlífar kemur fram að illa gangi að manna skólana, veikindi séu algeng og mörg dæmi séu um að starfsfólk sem hafi starfað árum saman í leikskólum hjá Hafnarfjarðarbæ hafi sagt upp störfum og ráðið sig í sambærileg störf hjá öðrum sveitarfélögum.
Í erindinu er bent að mögulegar skýringar séu m.a. óhagstæður samanburður kjara við nágrannasveitarfélögin og vaxandi álag vegna undirmönnunar. Óskað er eftir minnisblaði þar sem þessi atriði eru dregin saman.
Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir þær áhyggjur sem birtast í erindinu og hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að finna lausir, með hagsmuni leikskólastarfs að leiðarljósi.