Kirkjuvegur 9, viðbygging
Kirkjuvegur 9
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 731
23. mars, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Þann 26.01.2021 leggur Brynjar Ingólfsson inn umsókn um byggingarleyfi þar sem óskað er eftir að fjarlægja íveruhús á lóð við Kirkjuveg 9 og byggja þess í stað við húsið. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þ. 3.2.2021. Afgreiðsla þess var: "Erindi frestað, vísað til skipulagsvinnu svæðisins." Húsið fellur undir lög um menningarminjar. Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 12.3.sl. ásamt nýjum teikningum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráform aðliggjandi lóðarhöfum sbr. 43. grein skipulagslaga.