Ásland 4, deiliskipulag
Ásland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1890
4. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.apríl sl. Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Áslands 4 samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri lágreistri byggð sérbýla og fjölbýla á 44 hektara svæði. Tillagan var auglýst tímabilið 25.2.2022-12.4.2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulags- og byggingarsviðs lögð fram ásamt uppfærðum uppdrætti og greinargerð þar sem m.a. fallið hefur verið frá notkun djúpgáma.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu að deiliskipulagi Áslands 4 að teknu tilliti til framkominnar umsagnar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson og Ólafur Ingi svarar andsvari. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og Ólafur Ingi svarar andsvari og Adda María kemur að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi svarar andsvari í annað sinn. Adda María kemur með stutta athugasemd.
Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson og Sigurður Þ. svarar andsvari og Ólafur Ingi kemur að andsvari öðru sinni og Sigurður Þ. svarar andsvari í annað sinn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

Sigurðar Þ. Ragnarssonar kemur að svoljóðandi bókun:
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins. Enda þótt bæjarfulltrúi Miðflokksins samþykki þetta deiliskipulag undrast ég þá forræðishyggju sem er uppi vegna bygginga í hverfinu. Hér vísa ég til þess að þök sem hafa 15° halla eða minni, skulu klædd með grænu efni, s.s. torfi. Þegar fólk fær lóð til að byggja á tel ég svona forræðishyggju fæla frá frekar en laða að. Því lýsir bæjarfulltrúinn óánægju sinni með slíka forræðishyggju og bendir samhliða þessu á þær ógöngur sem lóðir í skarðshlíð rötuðu í þar sem farið var offari í forræðishyggju við byggingu húsa.

Ágúst Bjarni Garðarsson kemur með svohljóðandi bókun fyrir fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vísar á bug fullyrðingum bæjarfulltrúa Miðflokksins um að skilmálar hverfisins séu með þeim hætti að þeir muni fæla væntanlega framkvæmdaaðila frá. Skilmálar hverfisins eru nokkuð hófsamir sé litið til sambærilegra hverfa annars staðar. Í Áslandi 4 mun byggjast upp nýtt og fallegt sérbýlishúsahverfi í bland við lítil fjölbýli.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123106 → skrá.is
Hnitnúmer: 10026881