Ásland 4, deiliskipulag
Ásland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1884
9. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Áður tekið af dagskrá bæjarstjórnar 26.janúar sl. 1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.janúar sl. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Áslands 4 ásamt greinargerð.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulag Áslands 4 samhliða breytingu á aðalskipulagi Áslands 4 og 5 í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Ingi andsvari. Guðlaug kemur þá til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Helga Ingólfsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans ítrekar að taka þurfi tillit til skýrslu VSB frá október 2021 við úrvinnslu og hönnun hverfisins, sérlega hvað varðar stígatengingar innan hverfis og úrræði til að draga úr hraða bílaumferðar á svæðinu.

Helga Ingólfsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Ég sit hjá við afgreiðslu á deiliskipulaginu Ásland 4 vegna skilmála um sorpgeymslur og sorpflokkun sbr. gr. 2.8.5 þar sem fram kemur að öll sorpgeymsla í hverfinu skuli leyst með djúpgámalausnum með þeirri undantekningu að íbúar í sérbýli hafa val um “grátunnu?. Vegna fyrirhugaðra breytinga á sérsöfnun fleiri flokka af sorpi við heimili óska ég eftir að grein 2.8.5 verði tekin til endurskoðunar á auglýsingatímanum.221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123106 → skrá.is
Hnitnúmer: 10026881