Hlíðarbraut 7, deiliskipulag
Hlíðarbraut 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3607
25. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.ágúst sl. Tekið fyrir að nýju. Þann 23.2.2021 tók skipulags- og byggingarráð jákvætt í umsókn um lóðarstækkun mót opnu svæði og samþykkti að opið svæði sem afmarkast af lóðum við Hlíðarbraut Hringbraut og Holtsgötu yrði skipulagt sem útivistar og leiksvæði með aðkomu frá Hringbraut og Hlíðarbraut eins og deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir. Afgreiðslu um lóðarstækkun Hlíðarbrautar 7 var frestað þar til heildarskipulag útivistarsvæðisins lægi fyrir. Skipulags- og byggingarráð fól auk þess skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að breyttu svæði með tilliti til umsóknar og umsagna um lóðarstækkanir. Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
Svar

Bæjarráð samþykkir lóðastækkun Hlíðarbrautar 7. Sú stækkun sem var lögð fram og grenndarkynnt var metin sem svo að hún myndi hvorki skerða gæði hins opna svæðis né hindra aðkomu almennings að því.