Strandgata 9, deiliskipulagsbreyting
Strandgata 9
Síðast Vísað til skipulagsfulltrúa á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1861
6. janúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.desember sl. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi sem eru í anda gildandi deiliskipulags, þar sem gert er ráð fyrir veitingarekstri á jarðhæð og íbúðum á efri tveimur hæðum. Sótt er um að minnka íbúðir og fjölga þeim, þannig að þær uppfylli skilyrði HMS um hlutdeildarlán. Byggingarmagn í kjallara og á 3 hæð eykst, en stærðir annarra hæða haldast nokkuð óbreyttar. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurn sem kynnt var á fundi ráðsins þann 1. des. s.l.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga og að tillagan verði kynnt á almennum íbúafundi. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson og Árni Rúnar Þorvaldsson. Ingi kemur til andsvars.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122393 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038619