ÍBH, íþróttafélög, stuðningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3568
25. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tekjufall íþróttafélaga. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna taps íþróttafélaga á útleigu og tekjum vegna leikja og reksturs. Búið er að taka tillit til aðgerða stjórnvalda, en ljóst er að það tap sem orðið er verður ekki eingöngu bætt með stuðningi ríkisins. Vísað til viðaukagerðar.

Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að umræddum styrk verði útdeilt hlutfallslega til viðkomandi deilda íþróttafélaganna til samræmis við fyrirliggjandi tekjufall hverrar deildar.