Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3595
3. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir
Svar

Ljóst er að heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á akstursþjónustuna frá upphafi samningstímans og hafa áhrifin varað lengur en gert var ráð fyrir og vonir staðið til. Bæjarráð hefur áður fjallað um málið brugðist við aðstæðum, en hefur jafnframt ávallt verið viðbúið því að grípa þyrfti til frekari aðgerða á einhverjum tímapunkti. Hér er um mikilvæga þjónustu að ræða sem brýnt er að haldi hnökralaust áfram. Bæjarráð veitir fjármálastjóra heimild til að ganga frá samkomulagi um 100% greiðslu fyrir þjónustuna út árið 2022, en í dag er greitt 90% fyrir þjónustuna. Bæjarráð skal taka málið til frekari skoðunar í janúar 2023.