Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Bæjarráð nr. 3609
22. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Skipun starfshóps og lagt fram erindisbréf.
Svar

Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúi Viðreisnar leggur til að starfshópurinn verði skipaður fulltrúum allra flokka til að gæta að þess að raddir allra kjósenda sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn heyrist.

Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans benda á að í nefndum og starfshópum bæjarins er niðurstaða kosninga virt og venjan hefur verið að í tilvikum sem þessum skipti minnihlutinn hverju sinni með sér sætum. Því er vísað til fulltrúa minnihlutans að ná niðurstöðu um skiptingu fulltrúa í starfshópum sem þessum.

Framkomin tillaga frá fulltrúa Viðreisnar er næst borin upp til atkvæða og er hún felld þar sem allir fulltrúar bæjarráðs sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúi Viðreisnar leggur næst til svohljóðandi tillögu:

Í ljósi þess að Viðreisn fær ekki einn flokka að sinna lýðræðislegri skyldu sinni og þar með útiloka rödd Viðreisnar frá vinnu við stefnumótun þá leggur Viðreisn til að starfshópurinn verði einungis skipaður þremur fulltrúum, tveimur frá meirihluta og einum frá Samfylkingu. Með þessu móti má þá spara peninga fyrir bæjarsjóð.
Er framkomin tillaga næst borin upp til atkvæða og er hún felld með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans telja að vegna umfangs verkefnisins sé mikilvægt að starfshópurinn verði skipaður fimm manns og vísa aftur til fulltrúa minnihlutans um að ná samkomulagi um skiptingu fulltrúa í starfshópum.

Bæjarráð staðfestir erindisbréf.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar í starfshóp:

Valdimar Víðisson
Kristín Thoroddsen
Lovísa Traustadóttir
Torfi H. Leifsson
Hildur Rós Guðbjargardóttir

Fulltrúi Viðreisnar kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar harmar niðurstöðuna. Þessir hópar eru mikilvægur þáttur við stefnumótun málefna Hafnarfjarðarbæjar. Það að útiloka rödd tæplega 1200 kjósenda er miður.