Lónsbraut 66, dagsektir vegna óleyfisframkvæmda og búsetu
Lónsbraut 66
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 812
23. september, 2020
Annað
‹ 16
17
Fyrirspurn
Að Lónsbraut 66 hafa verið settar svalir sem ekki er heimild fyrir í skipulagi. Embætti byggingarfulltrúa hafa auk þess borist upplýsingar um búsetu í bátaskýlinu. Bréf hafa verið send eiganda þar sem gefinn er kostur á að fjarlægja svalir og leggja af búsetu og bent á heimildir byggingarfulltrúa til aðgerða.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Lónsbrautar 66 í samræmi við 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir, 20.000 kr. pr. dag, verða lagðar á frá og með 7. október 2020.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121132 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033461