Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 713
8. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu deiliskipulag Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns.
Svar

Skipulags- og byggingarráð vísar deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði með áherslu á aðgengi og aðstöðu og skila tillögu þar að lútandi sem fyrst. Einnig ber að horfa til þess að svæðið er eitt fallegasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og með vaxandi byggð innan Hafnarfjarðar er nauðsynlegt að taka deiliskipulagið í heild til skoðunar; þar sem gert er ráð fyrir heildrænni stefnumótun útivistar, afþreyingu og þjónustu.

Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi: Hvaleyrarvatn er sérlega glæsilegt útivistarsvæði fyrir Hafnfirðinga og gesti þeirra. Það er mikilvægt að svæðið fái að þróast í takt við vilja bæjarbúa og það sé nálgast af nærgætni og natni. Svæðið á að vera útivistarsvæði númer eitt og öll fjárfesting og uppbygging á að styðja við það markmið. Það er hægt með því að bæta stígagerð, merkingar á stígum og jafnvel opna á fleiri tegundir útivistar í samstarfi við einhver af fjölmörgum íþróttafélögum bæjarins. Þá mætti jafnvel hugsa sér lítið kaffihús í anda Esjustofu. Bílastæði útivistarsvæða eiga að vera í jöðrum svæða en ekki í þeim miðjum. Besta útivistarsvæði Hafnfirðinga á ekki að fara undir hraðbrautir.