Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 732
9. apríl, 2021
Samþykkt
1
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns dags. 30.3.2021. Markmið breytingarinnar felst m.a. í að bæta aðkomu að Hvaleyrarvatni og aðstöðu til útivistar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns, reitur 2 og 3, verði auglýst. Gert verður ráð fyrir bílastæðum hreyfihamlaðra norðan við vatnið með aðgangsstýringu. Málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.