Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1872
23. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.júní sl. Lögð fram lokaútgáfa af trjáræktarstefnu Hafnarfjarðarbæjar 2020 - 2024 sem hefur fengið umfjöllun í ráðum og nefndum ásamt almennri kynningu fyrir bæjarbúa. Starfshópurinn þakkar góð ráð og ábendingar sem bárust og verða þær sendar áfram til viðeigandi deilda og starfsmanna til frekari úrvinnslu. Til þess að fylgja skýrslunni eftir og ná viðunandi árangri þarf að gera framkvæmdaráætlun þar sem trjágróður í bænum er kortlagður og gerðar tillögur að úrbótum með viðhaldsáætlun. Það þarf að tryggja að stefna þessi fylgi inní skipulagsáætlanir nýrra hverfa og svæða til þess eins að tryggja að bæjarfélagið haldi áfram að vaxa og dafna í skjóli gróðurs og að gæði og sjálfbærni grænna svæða verði unnin á faglegum grunni þar sem gerðar eru kröfur um fagmennsku og metnaðarfullar útfærslur. Með því móti náum við því markmiði sem við gerðum í upphafi en það var að undirstrika fegurð bæjarins, bæta lífsgæði og styrkja græna ímynd hans með fjölbreytni í tegundavali, sjálfbærni og auka á ræktun almennt.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar vinnu starfshópsins og samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar Trjáræktarstefnu Hafnarfjarðar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Einnig tekur Gísli Sveinbergsson til máls og þá næst Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur Helga Ingólfsdóttir til andsvars.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi trjáræktarstefnu Hafnarfjarðarbæjar.