Fyrirspurnir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3544
7. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:
Fyrirspurn varðandi áhrif hækkunar þingfararkaups Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir upplýsingum um áhrif hækkunar þingfararkaups á laun og launatengd gjöld kjörinna fulltrúa í ráðum og nefndum Hafnarfjarðarkaupstaðar. ? Óskað er eftir upplýsingum um laun allra aðal- og varafulltrúa fyrir setu í bæjarstjórn og vegna annarra starfa sem tengjast henni, s.s. setu í ráðum eða nefndum sveitarfélagsins, fyrir og eftir hækkun. ? Óskað er eftir því að gefin verði upp samanlögð heildarlaun hvers og eins fulltrúa á mánuði, fyrir og eftir hækkun. ? Að lokum er óskað eftir upplýsingum um hver áætlaður árlegur kostnaðarauki bæjarsjóðs er vegna hækkunarinnar. Þar sem um er að ræða upplýsingar sem liggja fyrir í upplýsingakerfum sveitarfélagsins, er óskað eftir því að umbeðnar upplýsingar verði lagðar fram eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs.
HS Veitur - Fyrirspurnir Í ljósi þess að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks samþykktu nýverið að hafinn verði undirbúningur að sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í HS Veitum leggur fulltrúi Samfylkingarinnar fram eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Hver var hagnaður HS Veitna eftir skatta árið 2019? 2. Hver var EBITDA HS Veitna á síðasta ári og hver hefur hún verið að meðaltali á ári frá árinu 2010, reiknað á verðlagi hvers árs? 3. Hvert var EBITDA hlutfallið á síðasta ári og hvert hefur það verið að meðaltali á ári frá árinu 2010? 4. Hvað hafa HS Veitur greitt mikið samanlagt til eigenda sinna í formi kaupa á eigin bréfum frá árinu 2010? 5. Hvert var eiginfjárhlutfall HS Veitna í árslok 2019? 6. Hverjir eru fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar í stjórn og varastjórn HS Veitna? i. Er það rökstutt mat þeirra að skynsamlegt sé fyrir bæjarsjóð að selja eignarhlut sinn? ii. Á hvaða forsendum byggir það mat og hefur það verið gert opinbert? 7. Liggur fyrir álit fjármálastjóra sveitarfélagsins eða annarra sérfróðra aðila sem gefur meirihluta bæjarstjórnar tilefni til leggja fram tillögu að sölu á viðkomandi eign? i. Ef ekkert slíkt liggur fyrir, þá er óskað eftir því að lagt verði fram minnisblað sem innihaldi faglegt yfirlit um rekstur, efnahag og arðsemi HS Veitna á síðastliðnum áratug sem geti nýst kjörnum fulltrúum til upplýstrar ákvarðanatöku. 8. Er það opinber afstaða Hafnarfjarðarbæjar að eignarhald á dreifikerfum vatns og orku eigi að vera í höndum einkaaðila? i. Ef svo er ekki, hvaða opinberi aðili telja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að sé betur til þess falinn en sveitarfélagið Hafnarfjörður, að halda á eignarhlut í fyrirtæki sem m.a. á og rekur dreifikerfi rafmagns í Hafnarfirði?
Svar

Lagt fram.